HSK - mótið, Umf Hekla sigraði

20170118_214917_resizedMiðvikudagskvöldið 18. janúar 2017 fór fram héraðsmót HSK í skák fyrir árið 2016 í Fichersetrinu á Selfossi. Til leiks mættu fjórar sveitir frá Umf. Selfoss, Umf. Heklu, Umf. Gnúpverja og Dímon. Tefldar voru skákir með 2x15mín í umhugsunartíma og urðu úrslitin eftirfarandi: 1. Umf. Hekla: 10 ½ vinningar 2. Umf Selfoss: 8 vinningar 3. Umf Gnúpverja 3 ½ vinningar 4. Íþr.f. Dímon: 2 vinningar Vinningssveit Umf. Heklu skipuðu þeir Björgvin Guðmundsson, Björgvin Helgason, Jón Helgason og Guðjón Egilsson.


Eftir héraðsmótið fór fram hraðskákmót þar sem til leiks skráðu sig 12 keppendur og kepptu allir við alla. Umhugsunartíminn var 2x4 mín og urði þessir í þremur efstu sætunum. 1. Sverrir Unnarsson Umf. Selfoss 9 ½ vinningar 2. Björgvin Guðmundsson Umf. Hekla 9 vinningar 3. Ingimundur Sigmundsson Umf. Selfoss 8 vinningar Mynd: Sigursveit Heklu.
Tekið af vef hsk.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband