Færsluflokkur: Spil og leikir

Efnilegur drengur frá Laugarvatni verður með

Emil Sigurðarson frá Laugarvatni hefur skráð sig til leiks.  Gaman að fá Emil á mótið en hann er líklega einn allra sterkasti skákmaður landsins 12 ára og yngri.

Eyjamenn með flesta keppendur-hvað gera Flóamenn og nærsveitungar?

Eins og öllum er kunnugt er gríðarlega öflugt skáklíf í Eyjum og margir frambærilegir skákmenn sem þar búa, í ljósi þeirrar staðreyndar vekur það þó nokkra furðu mótshaldara að tveir miklir meistarar frá Eyjum hafa ekki enn skráð sig, en hér er að sjálfsögðu átt við yfirmann fólksflutninga í Eyjum stundum nefndur Sjonni Solid og Stebba nokkurn Gilla, stundum kenndur við Stórhöfða. 

Ekki síður vekur það athygli að núverandi Suðurlandsmeistari hefur ekki enn skráð sig til leiks frekar en bræður bústólpans og fleiri mætir Sunnlendingar.


Ný könnun

Í síðustu könnun var spurt um fjölda keppenda, flestir sem þátt tóku voru á því að fjöldinn yrði á bilinu 21-26.  Eins og staðan er í dag verður það að teljast fremur líklegur fjöldi, þó ætla megi að hann verði jafnvel meiri.

Ný könnun hefur verið sett inn, spurninginn er hvort einhver eyjapeyinn taki þetta.


Gisting og mótsstaður

Mótsstjórn hefur ákveðið að mótið fari fram á Selfossi, keppt verður í glæsilegum sal í húsnæði Gesthúsa á Selfossi, þar munu keppendur sem lengra koma að einnig gista.  Aðstaðan sem keppendum verður boðið uppá er til mikillar fyrirmyndar og til kosta verður einnig að teljast að teflt er á sama svæði og gist er á.

 Upplýsingar um keppnisstað og gistingu:   http://gesthus.is/


Keppendalisti 9.jan

1. Björn Ívar Karlsson 2155
2. Magnús Gunnarsson 2055
3. Sverrir Unnarsson 1865
4. Sigurður H. Jónsson 1810
5. Úlfhéðinn Sigurmundsson 1765
6. Magnús Matthíasson 1725
7. Nökkvi Sverrisson 1640
8. Grantas Grigorianas 1610
9. Karl Gauti Hjaltason 1595
10. Hlynur Gylfason 1525
11. Hilmar Bragason 1390
12. Kristófer Gautason 1295
13. Daði Steinn Jónsson 1275
14. Ólafur Freyr Ólafsson 1245
15. Sigurjón Mýrdal
16. Gísli Magnússon
17. Valur Marvin Pálsson   
    
 
 

Fjöldi skráðra

Nú  þegar 3 vikur eru til keppni hafa 17 skákmenn skráð sig til keppni. Ljóst er að þessi keppendafjöldi er ekki endanlegur enda von á fleiri skráningum fram að móti.  Þannig er reiknað með 2-3 til viðbótar frá Reykjanesbæ, nokkrir eiga eftir að bætast við frá Selfossi, Eyjum og Laugarvatni.  

 

 

 


Nýjustu fréttir!

Allt er að smella saman varðandi mótið, skráðir keppendur í dag eru 18, enn er beðið svara frá þó nokkuð mörgum áhugasömum.  Ætla má að fjöldinn komi til með að verða á bilinu 25-30.  Keppnistaður verður ákveðinn á næstu dögum.  Ljóst að stefnir í gott mót


Hver er sitjandi Suðurlandsmeistari í skák?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum mun hafa verið teflt um titilinn Suðurlandsmeistari á níunda áratugnum, líklega síðast árið 1985, samkvæmt þeim upplýsingum er því Páll Leó Jónsson sá sem titilinn ber núna, a.m.k. þangað til aðrar upplýsingar berast.  Hann mun hafa unnið titilinn í 3 skipti í röð á þessum árum.


Möguleg breyting á keppnisfyrirkomulagi.

Til tals hefur komið að breyta keppnisfyrirkomulagi á þann hátt að í stað 4 atskáka og þriggja kappskáka verði þessu snúið við, þ.e. að tefldar verði 3 atskákir á föstudagskvöldi, 3 kappskákir á laugardegi og síðan ein á sunnudeginum.  Þetta myndi þýða að tímamörk kappskáka myndu væntanlega verða 60 mín á skák + 30 sek á hvern leik.  Endanleg ákvörðun verður tekinn fyrstu vikuna í janúar.

Suðurnesjamenn skrá sig til leiks

Þá hafa Suðurnesjamenn tekið við sér og eru byrjaðir að skrá sig til leiks.  En Suðurnesin eru jú hluti af Suðurkjördæmi, en mótshaldarar hafa ákveðið að miða við kjördæmaskipan þegar skorið er úr um lögmæti keppenda.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband