22.1.2010 | 14:08
Eyjapeyjaherinn að vígbúast
Eyjamenn ætla sér greinilega stóra hluti á Suðurlandsmótinu í ár og hafa skráð 10 keppendur til leiks, vel búna vopnum og vistum til stórátaka á Laugarvatni.
Mótshaldarar fagna þessu frækna strandhöggi þeirra.
Þá er keppendafjöldinn kominn yfir 20 keppendur og verður keppendalisti birtur eftir helgi.
Ljóst að stefnir í skemmtilegt mót.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Strandhögg Eyjamanna mun sækjast vel allt þar til þeir koma í búðir Haukdæla á Laugarvatni þá má búast við snörpum viðureignum, enda fornir og frægir þeir allir, afkomendur Haukdæla hinna fornu.
Taflfélag Vestmannaeyja, 22.1.2010 kl. 17:17
Haukdælir munu að sjálfsögðu verjast og berjast til síðasta manns, lítil stóð þeim ógnin af Sturlungum forðum, von að hún verði meiri af Sæhetjum sunnan úr höfum
SSON - Skákfélag Selfoss og nágrennis, 22.1.2010 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.