Enn fjölgar !

Fjórir keppendur hafa bæst í hópinn, allir félagar í Taflfélagi Vestmannaeyja, þeir eru Einar K.Einarsson (1985), Kjartan Guðmundsson (1825), Aron Ellert Þorsteinsson (1645) og Sigurður Arnar Magnússon (1290).

Er þá keppendafjöldi kominn í 30.

Mótsstjóri var á Laugarvatni í dag að taka út keppnisaðstæður, ljóst að þær eru til fyrirmyndar og að gestgjafar okkar þau Jóna og Gunnar eru öll af vilja gerð að skapa góða umgjörð um mótið.

Minnt skal á að ef einhverjir eiga eftir að panta gistingu að hafa samband við Jónu hið fyrsta í síma 899 5409.  Hún hefur þegar tekið á móti pöntunum fyrir 11 Eyjapeyja.

Mótsgjald að upphæð 2.500.- kr skal greiða við upphaf móts í reiðufé.

Tefldar verða 25 mín atskákir og 90 mín+30 sek á leik í kappskákum.

Komið hefur fram tillaga um að breyta dagskrá á þann hátt að klára atskákir á föstudagskvöldinu sem þýðir taflmennsku vel fram yfir miðnætti en hefur þann kost að þá vita menn hvern þeir tefla við daginn eftir í fyrstu kappskák.  Sett hefur verið upp könnun á síðunni til að kanna hug keppenda, endanleg ákvörðun um þetta verður tekin á miðvikudagskvöld af mótsstjóra.

Ef einhverjar upplýsingar vantar er hægt að hafa samband við mótsstjóra Magnús Matthíasson í síma 691 2254.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband