blóð, sviti og takkaskór...........

Spenna og eftirvænting í loftinu þegar meðlimir SSON tóku í kvöld á móti góðum gestum úr Skákfélagi Vinjar.

Átta vígreifir Vinjarmenn með Arnar Valgeirsson í broddi fylkingar og sjö bardagamenn til halds og trausts, þar af einn vestan af fjörðum kyngimögnuðum og annan sem tekinn var að Ási í Hveragerðum.

Selfyssingar og nærsveitungar stilltu upp liði vanra jaxla í bland við táp og æskugalsa.

Teflt var á átta borðum, 7 mín hraðskákir.

Í fyrstu umferð höfðu Vinjarmenn sigur 5-3 með hvítu mönnunum.

Selfyssingar náðu næstum að jafna í þeirri næstu......

og líka í þeirri þriðju......

Í hálfleik var jafnt að vinningum 16-16.

Lið Vinjar skipuðu:
Hrannar Jónsson
Björn Sölvi Sigurjónsson
Hrafn Jökulsson
Jón Birgir Einarsson
Sigurjón Þór Friðþjófsson
Óskar Einarsson
Inga Birgisdóttir
Arnar Valgeirsson

Lið SSON skipuðu:
Magnús Gunnarsson
Magnús Garðarsson
Magnús Matthíasson
Erlingur Atli Pálmarsson
Úlfhéðinn Sigurmundsson
Þorvaldur Siggason
Ingvar Örn Birgisson
Sigurjón Njarðarson

Baráttan hélt áfram að lonu kökuáti, kaffi- og kóladrykkju og nokkrum vel völdum sígarettum.

Engin viðureign vannst stórt, ennþá...

Barist ótrúlega hart á öllum borðum þrátt fyrir að heita ætti að um vinamót væri að ræða, einungis tvö jafntefli í 64 skákum en það voru viðureignir Úlfhéðins og Hrannars og viðureign Ingu og Magnúsar Matt.

Enn munaði aldrei meira en þetta 2-4 vinningum á liðunum.

Fyrir síðustu umferð voru liðin jöfn að vinningum, 28-28.

Þá gerðist eitthvað óskiljanlegt, eitthvað sem aldrei hefur áður gerst - á skákmóti á Selfossi.
Hvort það var vatnið sem Maggi Garðars kom með frá Icelandic Glacial eða andi Bobby´s sem átti leið um austan að Laugardælum - fæðingarstað Úlla.  Ekki gott að segja, auðvitað vildu Vinjarmenn vinna, þeir eru ekkert endilega eins liberal og miklir nice gæjar og þeir líta út fyrir á stundum, en þeir töpuðu í síðustu umferð og Selfyssingar unnu.

............................

 8-0  (í bókstöfum: átta-núll)

Þar með fór viðureignin 36-28.

Magnað maður minn.

Bestum árangri Vinjar náðu þeir Björn Sölvi og Hrafn með 6 vinninga, Hrannar skammt á eftir með 5,5

Hjá Selfyssingum náði Magnús Matt 7,5 vinningum, Úlfhéðinn var með 6,5 og Ingvar Örn 5.

Vinjarmenn munu freista þess að hefna ófaranna eftir 3 vikur þegar Selfyssingar halda í borgina.

Þökkum þeim heiðursmönnum kærlega fyrir komuna, þau eru ekki mörg skákfélögin á Íslandi sem geta státað af jafn öflugu og skemmtilegu starfi og Skákfélag Vinjar.

GENS UNA SUMUS

HASTA LA VISTA

fin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Of ferskt loftið austan heiðar fyrir miðborgarsollinn. Þetta er eins og við toppinn á Everest.  Kom okkur í koll í lokin.

þetta er ekki búið.

hasta la vista. Beibí.

arnar valgeirsson, 27.1.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband