Athyglisverður liðsauki til SSON

Stefán Bjarnarson (46) hefur gengið til liðs við SSON.  Stefán hefur undanfarin ár teflt við góðan orðstír með Víkingaklúbbnum, þar áður var hann í Taflfélagi Vestmannaeyja en sín fyrstu skákspor tók hann í Taflfélagi Kópavogs þar sem faðir hans var lengi formaður. 

Stefán var á sínum yngri árum einn allra öflugasti skákmaður sinnar kynslóðar, en tók knattspyrnuna fram yfir skákferilinn og lék með Knattspyrnufélaginu Víkingi í fjöldamörg ár.

Þess má til gamans geta að hjá Taflfélagi Kópavogs tefldi núverandi formaður SSON sína fyrstu kappskák, að áeggjan Stefáns og við Stefán, Stefán beið reyndar lægri hlut í þeirri skák en hefur síðan alltaf unnið formanninn, sem og margan sterkari skákmanninn.

Stefán er einn af öflugustu skákmönnum landsins þótt yngri kynslóðin þekki hann lítið og iðulega hefur hann verið notaður sem leynivopn hjá þeim félögum sem teflt hafa honum fram.

SSON býður Stefán velkominn til félagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband