Íslandsmótið...

í fullum gangi, teflt í Rimaskóla í Reykjavík, SSON með tvær sveitir, eina í 2.deild og aðra í þeirri 4.

A sveit félagsins tefldi við Skagamenn og beið lægri hlut 4-2, Gunnar Finnlaugs vann sína skák af feikna öryggi, Guðbjörn og Maggi Gunn gerðu jafntefli, ljóst að róður verður þungur að halda sveitinni í 2.deild, enda hér um að ræða úrslitaviðureign félaganna um að halda sér í deildinni.

B sveitin átti gott kvöld og vann sveit TR-e örugglega 5-1, sveit TR skipa flest af efnilegustu börnum höfuðborgarinnar.  Sérstaka athygli vakti sigur Erlings Jenssonar á undrabarninu mikla Vigni Vatnari sem rétt er orðinn átta vetra.

Hér má nálgst allar upplýsingar um mótið: http://chess-results.com/fed.aspx?lan=1&fed=ISL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband