Hraðskákkeppni skákfélaga að hefjast !

þá hefst nýtt keppnistímabil með þátttöku okkar í hraðskákkeppni skákfélaga.  18 lið eru skráð til leiks, við duttum reyndar í óphappapottinn því við erum eitt af fjórum liðum sem tekur þátt í forkeppni fjögurra liða þar sem við mætum Skákdeild Hauka.

Haukarnir eru okkur af slæmu kunnir, en þeir slóu okkur einmitt úr keppni í 1.umferð í fyrra, við stefnum á að hefna í ár. 

Liðsstjóri hefur þegar mannað sveit og haft samband við þá sem tefla fyrir SSON, en sveitina skipa eftirtaldir:

Skólastjórinn
Bankamaðurinn
Bústólpinn
Bílstjórinn
Kennarinn
Þýðandinn

Viðureignin fer fram miðvikudaginn 1.ágúst og hefst klukkan 19:30 og verður að öllu óbreyttu teflt í tilvonandi félagsheimili og Fischersetri í gamla Landsbankanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband