9.8.2012 | 00:17
Tap gegn Helli
Þátttöku SSON í hraðskákkeppni skákfélaga lokið í ár, við ofurefli að etja er við mættum margföldum Íslandsmeisturum í Skútanum félagsheimili Hellis í kvöld.
Hellismenn sem orðið höfðu vitni að fræknum sigri okkar gegn Haukum tóku enga sénsa og stilltu upp sérstaklega sterku liði með Sigurbjörn Björnsson, Omar Salama og Gunnar æði Björnsson í broddi fylkingar.
Athygli okkar vakti reyndar að viðureignin hófst 15 mínútum á eftir áætlun en þá seinkunn má að mestu rekja til nýrra skákregla sem kynntar voru til leiks í kvöld. Mesta athygli vakti reglan um uppvakningu drottninga, en samkvæmt henni ber iðkendum sem leika upp peði og vekja drottningu til lífs að stöðva klukkuna, rísa úr sæti og ganga að þriðja borði og ná í aukadrottningu sem þar er haganlega komið fyrir á miðju borði. Vissulega mjög skemmtileg nýjung sem vonandi á eftir að auka spennuna í hraðskákum.
Viðureignin náði því aldrei að verða spennandi, til þess voru yfirburðir Hellismanna einfaldlega of miklir, þeir leyfðu sér m.a.s. að setja inn minni spámenn í seinni hálfleik sem voru þó fullokar þeirra sem þeir leystu af hólmi.
Niðurstaðan, Hellir 50 vinningar vs SSON 22 vinningar.
Páll Leó stóð sig með ágætum og fékk 7,5 vinninga í 12 skákum, Björgvin var með 5, Ingvar Örn 4,5, Inga 2 og Úlfhéðinn og Magnús M fengu einungis 1,5 hvor.
Óskum Helli til hamingju með sigurinn og góðs gengis í keppninni.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
Æði.
Skák.is, 9.8.2012 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.