27.6.2013 | 01:13
Nýr kall í brúnni.
Ađalfundur SSON fór fram í kvöld á heimili tilvonandi fyrrverandi formanns, Magnúsar Matthíassonar
1. Formađur flutti skýrslu sína, fór yfir starf félagsins á liđnu starfsári. Félagiđ stendur traustum fótum, mótahald hefur veriđ međ ágćtum. Félagsmenn eru duglegir ađ mćta á vikulegar skákćfingar auk ţess sem ţeir hafa tekiđ ţátt í ýmsum viđburđum utan félags.
Formađur leit síđan yfir farin veg en hann hefur leitt félagiđ í fimm ár. Á ţessum árum hefur öflug stjórn stađiđ fyrir ýmsum skemmtilegum viđburđum, ţar ber helst ađ telja:
* Árleg vinamót viđ Skákfélag Íslands, viđ Skákfélag Vinjar, viđ Laugdćli, viđ Skákfélag Reykjanesbćjar.
* Suđurlandsmótiđ í skák var endurvakiđ áriđ 2009 og hefur unniđ sér sess í skákflórunni
* Íslandsmót skákfélaga var haldiđ á Selfossi áriđ 2012 međ tćplega 400 keppendum
* Félagiđ hefur komiđ ađ undirbúningi Fischerseturs sem opnar hinn 11.júlí nk.
* Félagiđ hefur síđan ađ auki alltaf tekiđ ţátt í Hrađskákkeppni skákfélaga, Íslandsmóti skákfélaga og Íslandsmóti íţróttafélaga, auk ţess sem félagsmenn hafa teflt á Öđlingamótum, Reykjavíkurmótum o.s.frv.
* Meistaramót, atskákmeistaramót og hrađskákmeistaramót SSON hafa fariđ fram reglulega ađ hausti undanfarin ár. Auk ţess má nefna árleg Jóla- og Páskamót, Ofuratskákmót, Vetrarsólstöđumót, Sveitakeppni HSK, Ţorramót og Öskudagsmót svo nokkur séu nefnt.
Formađur talađi síđan um bloggsíđu félagsins, en hún fór í loftiđ í desember 2009 og hefur formađur á ţessum tíma skrifađ 438 fćrslur sem eru ágćtis heimild um starf félagsins.
Formađur ţakkađi ađ lokum félögum sínum í stjórn fyrir ţeirra góđa starf og lýsti ţví síđan yfir ađ hann myndi ekki gefa kost á sér til formennsku áfram.
2. Síđan tók gjaldkeri félagsins, Ingimundur Sigurmundsson, til máls og fór yfir fjárhagsstöđu félagsins, segja má ađ hún sé međ ágćtum ţótt gjaldkeri hafi séđ sig knúinn til ađ áminna félagsmenn um ađ greiđa félagsgjöld. Ljóst er ţó ađ á nćsta starfsári ţarf félagiđ á auknu fé ađ halda enda mun kostnađur vegna leigu hćkka nokkuđ en á móti kemur náttúrulega ađ ađstađa mun stórbatna. Ákveđiđ var ađ ganga til viđrćđna viđ bćjaryfirvöld varđandi aukna ađkomu ţeirra nú ţegar félagiđ siglir inn í nýja spennandi tíma.
3. Fischersetur. Formađur og gjaldkeri sögđu frá ţví undirbúningsstarfi sem fram hefur fariđ undanfarna mánuđi. Fjöldi einstaklinga hefur komiđ ađ undirbúningi og sér nú loksins fyrir endann á starfinu ţegar Fischersetur á Selfossi opnar hinn 11.júlí, einu ári eftir ađ viljayfirlýsing um stofnun var undirrituđ og 41 ári eftir ađ fyrsta einvígisskák Bobby Fischer og Boris Spassky í heimsmeistaraeinvíginu var tefld.
4. Nćst á dagskrá var umrćđa um Landsmót, en eins og flestum er kunnugt fer ţađ fram á Selfossi ađra helgi. Félagiđ mun hafa forgöngu um ađ senda tvćr sveitir til leiks auk ţess sem félagsmenn munu sjá um skipulagningu mótsins. Formađur tjáđi fundarmönnum ađ honum vćri sem umsjónarmanni skákar á landsmóti í sjálfsvald sett hvenćr skráningarfrestur rynni út, hann gengur út frá ţví ţađ verđi sólarhring fyrir upphaf fyrstu umferđar sem er föstudaginn 5.júli kl 13:00. Eins og stađan er í dag hafa 8 sveitir skráđ sig til keppni.
5. Kosning stjórnar. Eftirfarandi skipa stjórn SSON fyrir starfsáriđ 2013-2014:
Formađur: Björgvin Smári Guđmundsson
Ritari: Úlfhéđinn Sigurmundsson
Gjaldkeri: Ingimundur Sigurmundsson
Međstjórnendur: Erlingur Jensson, Magnús Matthíasson
6. Mótahald. Vísađ til fyrsta fundar nýkjörinnar stjórnar.
7. Önnur mál. Teflt var hrađskákmót, nýkjörinn formađur hafđi sigur og veit ţađ á gott.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.