Vetrarstarf SSON byrjar með látum

Vetrarstarf SSON byrjaði með hörku æfingu 4. sept. Tíu manns mættu og þ.á.m. Gunnar Björnsson formaður SÍ. Fyrir utan það að heilsa upp á félagsmenn og tefla skoðaði Gunnar Fischersetrið. Heimamenn kappkostuðu við að vera gestristnir við Gunnar eins og sjá má á úrslitum kvöldsins. Allir komust þó á blað en komu misjafnir undan sumri. Framundan er síðan meistarmót félagsins sem auglýst verður nánar
fljótlega.
Athygli vekur að Erlingur Atli og Maggi Matt. gerðu jafntefli við Gunnar en  Magnús hefur reyndar nokkkuð gott tak á Gunnari að sögn Magnúsar. Aðspurður sagðist Björgvin vera að spara orkuna fyrir komandi meistaramót. Ingimundur, Úlfhéðinn og Erlingur Jensson alltaf þéttir og gaman að sjá gamla brýnið hann Magnús Gunnarsson tefla, svo og nýliðann Jón Snorra. Grantas kemur til með að verða sterkur í vetur og byrjaður að stúdera bók um Fischer á rússnesku. 

Úrslit:
1. Gunnar Björnsson 8 v.
2. Ingimundur 7,5
3. Erlingur Jensson 6,5
4. Magnús Matt. 6 v. 
5. Úlfhéðinn 5 v.
6.-7. Björgvin og Grantas 4 v.
8.-9. Magnús Gunnars
     og Erlingur Atli 1,5 v.
10. Jón Snorrri  1 v.  

-/bsg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband