Forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, kom í heimsókn í Fischersetrið á Selfossi 4. sept. s.l.
Gunnar skoðaði safnið og færði setrinu góðar gjafir, þar á meðal sögu Skáksambands Íslands í 70 ár, 1925 1995, eftir Þráinn Guðmundsson og bundið eintak af blaðaúrklippum frá heimsmeistaraeinvíginu í skák í Reykjavík 1972. Að því loknu tók Gunnar þátt í hraðskáksæfingu Skákfélags Selfoss og nágrennis og gerði sér lítið fyrir og varð efstur, eins og áður hefur komið fram. Gunnari er þökkuð ánægjuleg og góð heimsókn.
Gunnar Björnsson og Ingimundur Sigurmundarsson
stjórnarformaður Fischerseturs.
-/bsg
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.