Skákskóli Íslands í Fischersetri


Tíu vikna námskeiði Skákskóla Íslands og SSON í Fischersetri fyrir grunnskólabörn lauk sl. laugardag.  Vel tókst til í alla staði og er vilji fyrir því að halda annað námskeið í byrjun næsta árs. Helgi Ólafsson sá um framkvæmd  námskeiðsins með aðstoð Björgvins Smára formanns SSON. Björn Ívar Karlsson og Björn Þorfinns. komu einnig, eitt skipti hvor,  sem gestakennarar. Lokadaginn var teflt af krafti og var boðið uppá heitt súkkulaði og kleinur. Þátttakendur fengu síðan allir viðurkenningaskjal og skákbók að gjöf.
Ekki var að heyra annað en að bæði foreldrar og börn hafi verið hæstánægð með framtakið. Stjórn Fischerseturs og SSON þakka Helga fyrir ánægjulegt samstarf sem vonandi verður áframhald á. 
2013-12-01_1625

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband