Björgvin Smári jólameistari á Selfossi


Það voru sex skákmenn sem mættu á jólamót SSON 28. desember. 
Boðað var til móts með stuttum fyrirvara (samdægurs).  Magnús lét sig hafa það að mæta þrátt fyrir 
að hafa teflt í erfiðu Icelandair- móti í bænum fyrr um daginn. Sannur félagsandi það hjá Magnúsi.

Hart var barist og bar það til tíðinda að í næstsíðustu umferð stöðvaði Björgvin klukku Ingimundar og sagði að hann væri fallinn sem Ingimundur var ekki :), átti 1 sek eftir.  Baðst Björgvin afsökunnar og teflt var áfram þanngað til að Björgvin gafst upp á að fella Ingimund á tíma (taldi að klukkan væri biluð ) , stöðvaði klukkuna og sagðist vera búinn að leika í það minnsta 10 leiki í röð og alltaf sýndi klukka Ingimundar saman tímann þ.e. að hann ætti 1 sek eftir af umhugsunartímanum. Ingimundur taldi Björgvin brjóta á sér með þessu háttarlagi en krafðist þó ekki vinnings þó honum fyndist að hann gæti allt eins gert það.  Magnús hafði fylgst með atganginum og benti hann að báðir keppendur væru fallnir á tíma og lagði hann til að skákin yrði jafntefli. Ekki er alveg ljóst enn hvernig og hvenær klukka Ingimundar féll (Björgvin man ekki betur en að klukka Ingimundar sýndi 1 sek þegar hann stöðvaði klukkuna)Björgvin samþykkti skiljanlega tillögu Magnúsar og lét Ingimundur kyrrt liggja. Um var að ræða lykilskák varðandi úrslit mótsins.
Þrátt fyrir þennan atgang skildu menn "sáttir" og tókust í hendur og brostu við og horfa bjartsýnir fram á nýtt ár með nýjum skákævintýrum.  
 
p.s. ekki var hægt að sjá annað en að umrædd klukka væri í lagi, Ingimundur er bara svona eldsnöggur.
Annars í alvöru "hvað er hægt að leika marga leiki án þess að klukkan(sek) hreyfist, hafa menn kannað það?" 
  
 
Úrslit urðu þessi:

1. Björgvin Smári Guðmunds.      11,5 v. 
2. Ingimundur  Sigurmundsson   10,5 v. 
3. Úlfhéðinn Sigurmundsson         9 v. 
4. Grantas                                    6 v.
5. Magnús Matthíasson                 4,5
6. Erlingur Atli Pálmason               3,5 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skák.is

Þú getur kannski leikið 2-3 leiki max. Var klukkan nokkuð sett í gang?

Skák.is, 31.12.2013 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband