Sverrir jólagleiðimeistari SSON

 

Sverrir Unnarsson varð jólagleðimeistari SSON. Mótið var haldið 27. des. og var teflt eftir FFF-kerfi fyrrverandi formanns. 
Sex skákmenn mættu til leiks, Magnús, Ingimundur, Sverrir, Úlfhéðinn, Björgvin Smári og Erlingur Jensson.  Allt stefndi í öruggan sigur Björgvins en er upp var staðið hafði Sverrir skotist framúr á síðustu stundu og tryggði sér sigurinn. 
Eftir því sem leið á kvöldið  styttist tíminn enn meir og varð Björgvin mínútumeistari félagsins. Úrslitin voru þó eitthvað á reiki og eftir endurtalningu vinninga leiðréttust smávægilegar villur, t.d. var Magnús skrásetjari mótsins með 1,5 v en ekki 4,5 og Björgvin 5,5 en ekki 5. Þessi ónákvæmni í sráningu segir þó ekkert um gæði taflmennskunnar sem var sérstaklega góð af allra mati. 

Mótið var eins og alltaf einstaklega skemmtilegt og á fyrrverandi formaður, Magnús, þakkir skildar fyrir mótshaldið. Allir komust upp og niður tröppurnar að Setrinu og "enginn þeirra dó" eins og segir í kvæðinnu. Til að varna alls misskilings þá skal það áréttað að manndrápshálka var á tröppum Setursins og ekki fyrir neina meðalmenn að fara þar um.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband