Sigur !

Viðureign SSON og Hauka í hraðskákkeppni skákfélaga fór fram í Fischersetrinu á Selfossi í kvöld.

Þótt húsnæðið eigi nokkuð í land með að verða tilbúið var ákveðið að tefla þar enda um að ræða framtíðarfélagsheimili SSON.

Inga Tandra andlegum leiðtoga Haukamanna hafðið tekist að leyna liðsuppstillingu sinni fram á síðustu stundu, svo langt gekk hann í leynimakkinu að liðið renndi í hlað á bifreið með skyggðum rúðum.

Selfyssingar voru sáttir fyrirfram, höfðu náð að stilla upp nokkuð sterkri sveit með ljónið Pál í broddi fylkingar auk skákmeistara Suðurlands og annarra hraðskákgarpa.

Selfyssingar fóru nokkuð vel af stað og unnu fyrstu umferð 4-2, þá aðra3,5-2,5 og þá þriðju aftur 4-2.  Þá fjórðu og fimmtu unnu Haukar með minnsta mun en SSON leiddi í hálfleik með 20,5-15,5.

Haukar unnu síðan 7. umferð 4-2, Selfyssingar þá næstu með sama mun, níunda og tíunda umferð enduðu jafnar en Sunnlendingar unnu þær tvær síðustu og þar með viðureignina.

Lokastaðan SSON 39 - Haukar 33.

Bestur heimamanna var Páll Leó með 9 vinninga,
Ingimundur og Magnús M 7 vinningar.
Björgvin 6
Úlfhéðinn 5,5
Ingvar Örn 4,5

Bestur gestanna var Heimir Ásgeirs með 9,5 vinninga,
Ingi Tandri 7 vinningar
Einar 6
Oddgeir og Gunnar 4,5
Snorri 1,5

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt drengir! Góð úrslit og jöfn frammistaða liðsmanna.

Veit á gott fyrir veturinn og Íslandsmót skákfélaga.

Kær kveðja

Guðbjörn

Guðbjörn Sigurmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband