Fćrsluflokkur: Spil og leikir

TV sameinast SSON !....uppfćrt !!

Stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis kom saman á fundi í Tryggvaskála í gćrkvöldi og tók fyrir bréf ţađ sem borist hafđi frá stjórn Taflfélags Vestmannaeyja.   

 "Stjórn Taflfélags Vestmannaeyja óskar hér međ eftir tafarlausri inngöngu í Skákfélag Selfoss og nágrennis, TV leggur ekki fjármuni til búsins en hefur fengiđ skriflegt samţykki Ţorsteins Ţorsteinssonar (2480) og Páls Magnússonar (2013) um ađ ţeir taki ađ sér skákkennslu í uppsveitum Árnessýslu og í Hraungerđishreppi (ţó ekki í sauđburđi) sem greiđslu á inngöngugjaldi. TV óskar sömuleiđis eftir ţví ađ leggja til búsins skákbókasafn formanns félagsins, bókina Sönn íslensk sakamál (latína:Exeptio Veritas) auk skákklukka og taflmanna frá Ţýska Alţýđuveldinu (ţýska:Deutsche Demokratische Republik). Taflfélag Vestmannaeyja leggur ađ auki til eins hundrađshluta (tölugildi :1%) eign félagsins í eystri hafnargarđi Landeyjahafnar auk pepsí- og twixsjálfsala í afgreiđslu."

Stjórn SSON frestar afgreiđslu málsins fram yfir kvöldmjaltir annars dags Páska.

erindi TV hafnađ 2.apríl.


Björgvin Smári..

hafđi sigur á geysiskemmtilegu og spennandi Páskamóti SSON.  Teflt var skv. stigakerfi formanns ţar sem menn fá ţeim mun fleiri stig fyrir sigur í skák sem tíminn sem ţeir nota er minni.

Tveir nýliđar mćttu á sitt fyrsta skákmót í háa herrans tíđ, sem kom vel á vondan ţar sem óvenjumargir fastagestir komust ekki til leiks.  Taktík manna var misjöfn eins og gengur, nýliđarnir notuđu yfirleitt 5 mín á međan reyndari skákmenn notuđu 1 eđa 2 gegn ţeim, og varđ hált á, stundum.

Skemmtilegt mót sem nú var haldiđ í annađ sinn og vonandi ađ ţar međ sé ţađ orđiđ ađ árvissum viđburđi.  Allir keppendur fengu unađsgóđ páskaegg í verđlaun, Björgvin hiđ stćrsta eins og gefur ađ skilja.

Lokastađan:
1.  Björgvin Smári 62 stig
2. Páll Leó              56 stig
3. Magnús M           56 stig
4. Ingvar Örn         40 stig
5. Grantas              27 stig
6. Ţorsteinn            17 stig
7. Ţröstur Á            12 stig

 


Páskafullorđinsmót SSON !

fer fram í Selinu miđvikudagskvöldiđ 27.mars kl 19:30.

Teflt verđur samkvćmt MM* stigakerfinu.

Veitingar í formi fljótandi brauđs í bođi stjórnar.

Verđlaun fyrir 8 efstu sćtin !

Allir félagsmenn sem ađrir velkomnir.

Fyrir hönd stjórnar SSON Magnús M formađur.
páskabjór

 

 

* Stigakerfi MM © :
1. Viđ upphaf skákar tilkynnir sá er hvítan lit hefur hve mikinn tíma hann hyggst nota í skákina, 1-5 mínútur. Síđan gerir sá er svart hefur slíkt hiđ sama.
2. Vinnist skák međ tímann 1 mínúta fást 5 stig, vinnist skák međ tímann 2 mínútur fást 4 stig og svo koll af kolli.
3. Jafntefli gefur alltaf 1 stig.


Björgvin Smári..

öruggur sigurvegari Ofuratskákmótsins sem fram fór í kvöld.  Sjö keppendur mćttu ađ borđunum og tefldu 10 mín skákir.  Björgvin Smári fór mikinn og lagđi alla andstćđinga sína af öryggi og höfđu áhorfendur orđ á ađ ţvílík og önnur vinnubrögđ hefđu ekki sést í Selinu í háa tíđ.

Mótiđ ţess utan nokkuđ jafnt ađ vanda og sannađist hiđ fornkveđna ađ enginn er annars vinur í leik auk ţess sem í ljós kom ađ hinir fyrstu munu síđastir verđa ţegar sigurvegari síđasta móts lenti í neđsta sćti í kvöld.

Lokastađan:
1. Björgvin Smári  6v
2. Páll Leó            4,5
3. Úlfhéđinn          3,5
4. Ingimundur       3
5. Grantas             2
6. Magnús             2
7. Erlingur J          0

Nćstkomandi miđvikudagskvöld fer fram hiđ  árlega Páskaeggjamót ţar sem teflt verđur eftir punktakerfi formanns sem gengur í meginatriđum út á ađ menn fá ţeim mun fleiri stig fyrir vinning í skák eftir ţví sem tíminn sem ţeir ákveđa á skákina er minni.


Ofuratskákmótiđ !

Ofuratskákmót SSON fer fram miđvikudagskvöldiđ 20.mars kl 19:30.  Tefldar verđa 10-15 mín skákir.  Stjórn vonast eftir góđri ţátttöku og hörkumóti, mótiđ er jafntframt góđ upphitum fyrir úrtökumót HSK vegna Landsmóts Ungmennafélaga 2013.

 


Hérađsmót HSK-yngri.

Hérađsmót HSK í skák 16 ára og yngri

Laugardaginn 6. apríl Kl:11.00 verđur haldiđ Hérađsmót HSK í skák fyrir 16 ára og yngri og verđur ţađ haldiđ í Grunnskólanum á Hellu.
Tefldar verđa 5-6 umferđir eftir monrad-kerfi og verđur umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák.
Ungmennafélagiđ Hekla  mun sjá um og halda mótiđ. Mótstjóri verđur Björgvin S Guđmundsson.
Verđlaun verđa veitt í ţremur flokkum, auk ţess sem stigahćsta félagiđ fćr bikar.
 Flokkar sem keppt er í:
9 ára og yngri     (1-4 bekkur)
10-12 ára            (5-7 bekkur)
13-16 ára          (8-10 bekkur) 

Skráning í mótiđ sendist á netfangiđ: broi1970@mi.is (Tilgreina ţarf, nafn, fćđingaár og félag)
Upplýsingar hjá Guđmundi í síma 868-1188   


Erlingur !

Erlingur fór mikinn og hafđi mjög svo góđan sigur á 10 mínútna Marsmóti sem fram fór í gćrkveldi.  Mótiđ skipađ átta valinkunnum hrađskákmeisturum sem engin griđ vildu gefa en Erlingur sigrađi ţá alla utan einn sem nái jafntefli viđ skákvélina.

Lokastađan:

1. Erlingur Jensson  6,5
2. Páll Leó               5,5
3.Björgvin               5,5
4. Ingimundur         4
5. Úlfhéđinn            2,5
6. Magnús               2,5
7. Grantas              1,5
8. Ingvar Örn          1


Marsmótiđ ofl.

mars-bar-53g__55165_1281000026_1280_1280 

Árlegt Marshrađskákmót SSON fer fram miđvikudagskvöld kl 19:30, tefldar verđa 10-15 mín skákir.  Auk ţess verđur litiđ á meistaraverk félagsmanna frá ţví á Íslandsmótinu nýveriđ.

Mikilvćgt er ađ sem flestir mćti ţar sem einnig mun fara fram stuttur fundur um ađkomu félagsins ađ Fischersetrinu fyrirhugađa.

  MM


Ćfing í kvöld?

Formađur og lyklavaldhafi kemst ekki til ćfingar í kvöld, ţeir sem hafa hug á ađ mćta eru beđnir ađ nálgast lykla hjá honum.

Árangur ásćttanlegur

Íslandsmótinu í skák fyrir keppnistímabiliđ 2012-2013 lokiđ.

deildó 2013

Eins og kunna er vorum viđ međ 2 sveitir í ár.

A-sveitin sem er í ţriđju deild endađi í 10.sćti af 16 liđum.

B-sveitin endađi i 8.sćti af 18 í fjórđu deild. 

Árangur sem er nokkuđ í samrćmi viđ styrkleika sveitanna en  ţó hefđi mátt búast viđ eilítiđ hagstćđari niđurstöđu.  Nokkrir félagar okkar áttu frábćrar skákir og skiluđu inn mikilvćgum punktum međan ađrir áttu ekki góđa daga.
frikki og jói 2013

Á myndinni til hliđar má sjá tvćr gođsagnir úr íslensku skáklífi, Friđrik Ólafsson okkar fyrsta stórmeistara sem tók ţátt í ár á 78.aldursári, betri og meiri töffari en flestir og síđan Jóhann Hjartarson tengdason Selfoss.

Í A-sveitinni var Ingimundur međ langbestan árangur, hann hlaut 5 vinninga i 6 skákum.

Ţau Inga, Stefán og Ţorvaldur stóđu sig best í B-sveitinni, voru öll međ 4,5 vinninga.

Hittumst á miđvikudaginn í Selinu og förum yfir skákir, teflum og spjöllum.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband