Færsluflokkur: Spil og leikir
2.3.2013 | 01:40
Ljúfir sigrar !
Báðar sveitir félagsins unnu sigra í 5.umferð Íslandsmóts skákfélaga í Hörpu í kvöld.
A-sveitin hafði góðan sigur á góðri sveit Sauðkrækinga, 4,5-1,5
B-sveitin vann öruggan sigur á Unglingasveit Hauka 6-0.
Að loknum 5 umferðum af 7 er A-sveitin í 6.sæti af 16 í þriðju deild og B-sveitin er i 4.sæti af 18 í þeirri fjórðu.
Á morgun laugardag verða tefldar tvær síðustu umferðirnar.
Upplýsingar: http://chess-results.com/tnr82351.aspx?lan=1
1.3.2013 | 16:23
Deildó !
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld með 5.umferð kl 20:00. Teflt er í Hörpu í Reykjavík.
Á morgun laugardag hefjast umferðir kl 11 og 17.
Liðsstjóri minnir keppendur á að vera í sambandi varðandi röðun á borð í sveitir. Þrátt fyrir að röðun hafi legið fyrir í gær, getur hún og hefur hvað varðar kvöldið í kvöld tekið breytingum.
MM
28.2.2013 | 21:23
Liðin !
1. Páll Leó | 1. Gunnar F | 1. Páll Leó | |
2. Gunnar F | 2. Björgvin | 2. Gunnar F | |
3. Adolf | 3. Ingimundur | 3. Björgvin | |
4. Ingimundur | 4. Ingvar Örn | 4. Ingimundur | |
5. Ingvar Örn | 5. Úlfhéðinn | 5. Ingvar Örn | |
6. Úlfhéðinn | 6. Árni | 6. Úlfhéðinn | |
1. Árni G | 1. Erlingur J | 1. Árni G | |
2. Magnús M | 2. Magnús M | 2. Erlingur J | |
3. Inga | 3. Inga | 3. Inga | |
4. Stefán | 4. Stefán | 4. Þorvaldur S | |
5. Þorvaldur S | 5. Þorvaldur S | 5. Magnús Ga | |
6. Erlingur Atli | 6. Magnús Ga | 6. Erlingur Atli | |
27.2.2013 | 23:52
Liðsuppstilling.....
...vegna Íslandsmóts skákfélaga í Hörpu um helgina ætti að liggja endanlega fyrir fimmtudagskvöld, ljóst er að við náum að stilla upp góðum liðum og að þeir sem vilja tefla fyrir félagið fá það.
27.2.2013 | 23:48
Reykjavíkurmótinu lokið.
Félagar okkar og góðu fulltrúar þau Inga og Ingvar Örn hafa þar með lokið keppni.
Árangur þeirra verður að teljast nokkuð góður. Ingvar Örn endaði með 4,5 vinninga og lenti í 141.sæti af 227 keppendum, hann var 144. stigahæsti keppandi mótsins.
Inga átti einnig ágætt mót, sigur hennar á alþjóðameistara í 1.umferð ber þar náttúrulega hæst, hún fékk erfiða andstæðinga eftir það en náði að halda ágætlega í horfinu og endaði með 3 vinninga og lenti í 199.sæti en var 177.stigahæst.
Árangur þeirra beggja er á pari má segja, auðvitað hefðu þau viljað vinna einni, tveimur skákum meira en skákin er harður skóli og þau hafa tekið út mikilvægan lærdóm sem mun nýtast þeim og félaginu öllu í framtíðinni.
25.2.2013 | 14:44
Íslandsmót skákfélaga !
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram í Hörpu um helgina.
SSON á tvær sveitir í keppninni, A-sveit sem teflir í þriðju deild og B-sveit sem teflir í þeirri fjórðu.
Sjá upplýsingar hér:
3.deild: http://chess-results.com/tnr82362.aspx?art=0&lan=1&flag=30&wi=821
A-sveitin okkar mætir Skákfélagi Sauðárkróks í 5.umferð, föstudagskvöld
4.deild: http://chess-results.com/tnr82364.aspx?art=0&lan=1&flag=30&wi=821
B-sveitin okkar mætir Unglingasveit TR í 5.umferð, föstudagskvöld.
Liðsstjóri hvetur alla þá sem tefldu fyrri hlutann sem og þá sem tök hafa á að tefla að hafa samband sem fyrst.
Síðasta æfing fyrir mót fer fram á miðvikudag kl 19:30 í Selinu og er mikilvægt að sem flestir mæti.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2013 | 20:11
Upp og ofan..
Hjá félögum okkar á Reykjavíkurmótinu. Ingvar hefur verið að tefla mjög vel og er stöðugur í taflmennsku sinni meðan Inga er eins og eldfjall sem gýs annað veifið, með látum en dettur niður þess á milli.
Ingvar hefur fengið 3,5 vinninga að loknum 7 umferðum og er í 123.sæti af 227 keppendum og hefur hækkað um 10 skákstig með þennan árangur. Mjög góður árangur hjá Ingvari sem nálgast mótið af mikilli fagmennsku
Inga er með 2 vinninga að loknum 7 umferðum, auðvitað ber hæst sigur hennar í fyrstu umferð á hollenska alþjóðameistaranum Miedema en síðan hefur Inga gert tvö jafntefli og tapað 4 skákum, þess ber þó að geta að hún hefur fengið mjög erfitt prógramm og alltaf þurft a tefla við stigahærri andstæðinga.
Allar nánari upplýsingar um mótið hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/
21.2.2013 | 22:32
Nú Ingvar!
Ingvar Örn með góðan og mjög svo öruggan og vandaðan sigur í dag. Hann hefur 2 vinninga að loknum 4 umferðum en Inga systir hans hefur 1,5 eftir tap fyrir hinum sterka Kjartani Maack.
Á morgun mætir Ingvar Braga Halldórssyni (2180) en Inga mætir Svíanum Fredrik Palmqvist (2050), verður við ramman reip að draga en síðuritari leyfir sér að spá einum vinningi í hús úr skákunum tveimur.
Á myndinni má sjá Ingu við upphaf skákarinnar i dag. Því miður hafa ekki náðst myndir af Ingvari en vonandi mun verða úr því bætt.
Ljósmynd tekin af skak.is
21.2.2013 | 00:03
Enn Inga !
Tefldar voru tvær umferðir á Reykjavík Open í dag. Inga (1783) mætti Simon Bekker-Jensen (2405) í fyrri skák dagsins og tapaði fyrir honum en náði síðan mjög svo góðu jafntefli í skák sinni við Þjóðverjann Michael Raddatz (2075). Inga hefur 1,5 vinning að loknum þremur umferðum og hefur teflt vel upp fyrir sig í skákunum þremur. Inga teflir við Kjartan Maack (2136) í fjórðu umferð
Ingvar Örn hafði öruggan sigur gegn Svíanum Teodor Baldri Petersson (1575) en tapaði síðan fyrir Ian D.Thompson (2260) frá Englandi. Ingvar hefur 1 vinning að loknum þremur umferðum. Hann mætir Gauta Páli Jónssyni sem er einn allra efnilegasti skákmaður þjóðarinnar í fjórðu umferð.
Sendum þeim Ingu og Ingvari okkar bestu baráttukveðjur!
Vert er að geta góðs árangurs Friðriks Ólafssonar stórmeistara sem er 78 ára en í dag gerði hann jafntefli við David Navara (2710) sem er þriðji stigahæsti keppandi mótsins. Friðrik hafði áður unnið eina og gert jafntefli.
Á myndum má sjá Ingu í skák í dag og Friðrik að tafli við Navara, myndir teknar af vefnum skak.is
19.2.2013 | 21:27
Þessi Inga okkar !
Ingibjörg Edda (1783) byrjar Reykjavíkurmótið með látum og gerir sér lítið fyrir og ber sigurorð af David Miedema frá Hollandi sem er alþjóðlegur meistari með 2364 skákstig ! Sannarlega frábær byrjun á mótinu hjá henni.
Ingvar Örn (1953) mætti íslenska stórmeistaranum og landsliðsmanninum Henrik Danielsen 2507 og tefldi ágætlega framan af en Henrik sá við honum endataflinu, eins og von er stórmeistara.
Upplýsingar um pörun og úrslit: http://chess-results.com/tnr72648.aspx?lan=1